Þetta námskeið er fyrir hvolpa og hunda á aldrinum 5 mánaða til 2 ára. Verða þetta 15 skipti, 1-2 klst í senn,
tveir tímar á viku.
Námskeiðið verður alltaf á þriðjudögum kl. 19:30 - 20:30 og fimmtudögum kl. 19:30 - 20:30.
Námskeiðið fer fram í þjálfunarrýminu okkar í Axarhöfða 16, 110 Reykjavík.
Ef veður leyfir munu einhverjir tímar fara fram úti í raunaðstæðum. Samtals eru þetta 12 verklegir
tímar og þrír 2 klst. fyrirlestrar án hunds. Fyrirlestrarnir eru með hléi og smá snarl verður í boði.
ATH! Hvolpur þarf að vera full bólusettur og ormahreinsaður fyrir fyrsta tíma
Hjá okkur eru litlir hópar eða fjórir hvolpar/hundar í hverjum tíma. Við leggjum áherslu á
persónulega og einstaklingsmiðaða leiðsögn svo hver og einn ætti að fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína.
Á þessu námskeiði munum við fara í grunninn bæði fræðilega og verklega.
Við förum yfir merkjamál hunda sem er nauðsynlegt fyrir hvern hundaeiganda að kynna sér og
styrkir samband og skilning við besta vininn okkar.
Á fyrirlestrum munum við fara yfir þroskaskeið hundsins og við hvaða breytingum má búast í hegðun hans tengt því.
Andrea dýralæknir mun á fyrsta fyrirlestrinum fara yfir það helsta sem þarf að vita þegar kemur að dýralæknaheimsóknum.
Við notumst við jákvæðar og nútíma þjálfunaraðferðir og höfum einstakan áhuga á klikker-þjálfun sem nemendur munu fá að kynnast.
Við munum fara yfir helstu grunnæfingarnar eins og sestu-leggstu-kyrr-innkall og taumgöngu ásamt öðrum skemmtilegum æfingum.
Umhverfisþjálfun er nauðsynleg fyrir hvolpa til að undirbúa þá fyrir það sem heimurinn hefur að bjóða.
Umhverfisþjálfun er stór hluti af hvolpauppeldinu og í raun hættir hún aldrei. Við munum bæði fara í umhverfisþjálfun inni og úti.
Þetta námskeið er kjörið tækifæri til þess að hafa skemmtilegar umræður og hvetjum við
eigendur til þess að nýta þennan tíma til þess að spyrja að öllu því sem kemur upp í hugann,
tengt hundum að sjálfsögðu!
Leiðbeinandi er Harpa Valdís Þorkelsdóttir.
Hún útskrifaðist sem hundaþjálfari frá Allir Hundar ehf árið 2020 en hefur alla tíð haft brennandi áhuga
á hundum og hundaatferli.
Í janúar 2022 hóf hún áframhaldandi nám, í Victoria Stilwell Academy - for dog training and behavior -,
í hundaþjálfun og hegðun hunda, sem stendur enn yfir.
Hún leggur mikinn metnað í að finna bestu þjálfunaraðferðirnar fyrir hvern hund og eiganda fyrir sig.
Hver og einn hundur er einstakur og maður lærir alltaf eitthvað nýtt af hverjum og einum.
Hún nýtist við jákvæðar og nútíma þjálfunaraðferðir og leggur áherslu á að kenna fólki að greina betur
merkjamál hunda svo að samband milli eiganda og hunds styrkist.
,,Til að hundur og eigandi geti átt gott samband þurfa báðir
að leggja sig fram í að læra, og hlusta á hvorn annann.
Við getum ekki ætlast til þess að hundurinn hlusti á okkur ef við
erum ekki tilbúin til þess að hlusta á og skilja hann og hans þarfir.” - Harpa
Verð fyrir námskeið er: 45.000 kr.
(Staðfestingargjald 10.000 kr.)
Skráning á netfangið: skraning@voffaland.is